Naumt tap á Hlíðarenda

Eftir leik. Farið yfir helstu atriði.
Eftir leik. Farið yfir helstu atriði.

Þór/KA tapaði naumlega fyrir Íslandsmeisturum Vals á Hlíðarenda í gær. Glæsimark skildi liðin að. Varin vítaspyrna nýttist okkar stelpum ekki til að ná í stig.

  • 0-0 - Melissa Lowder ver víti frá Ásdísi Karen Halldórsdóttur (45+1')
  • 1-0 - Þórdís Elva Ágústsdóttir (54')

Það bar helst til tíðinda í fyrri hálfleik að Valur fékk gefins vítaspyrnu á lokamínútu hálfleiksins, en réttlætið sigraði og Melissa Lowder varði spyrnuna. Markalaust var því eftir fyrri hálfleikinn.

Þegar upp var staðið var það eitt frábært skot frá Þórdísi Elvu Ágústsdóttur sem gerði gæfumuninn í leiknum og Valur hirti öll þrjú stigin. Þórdís Elva fékk þá boltann hægra megin fyrir utan vítateig og lét vaða með vinstri, boltinn fór í boga yfir í fjærhornið og Meilssa átti ekki möguleika á að verja.

Leikskýrslan á vef KSÍ.
Mótið á vef KSÍ.

Þór/KA er núna í 6. sæti eftir sjö umferðir, hefur unnið þrjá leiki, en tapað fjórum.

Næsti leikur liðsins verður gegn Selfossi á Þórsvellinum sunnudaginn 11. júní kl. 16.