Okkar konur í eldlínunni með landsliðunum

Sandra María Jessen á æfingu með A-landsliðinu. Mynd: KSÍ.
- - -
Sandra María Jessen á æfingu með A-landsliðinu. Mynd: KSÍ.
- - -

Landsliðskonurnar okkar í A-landsliðinu, U23 og U19 landsliðunum verða í eldlínunni í dag og næstu daga. Hér er yfirlit þeirra leikja sem fram undan eru og vísun á beinar útsendingar þar sem þær eru í boði.

Eins og áður hefur komið fram eru átta leikmenn frá Þór/KA í landsliðsverkefnum þessa dagana. Tvö þessara liða eiga leik í dag og eitt á morgun. A-landsliðið er að hefja keppni í nýrri Þjóðadeild kvenna, U23 landsliðið leikur tvo æfingaleiki við Marokkó í Rabat í Marokkó og U19 landsliðið tekur þátt í æfingamóti ásamt landsliðum Noregs og Svíþjóðar, sem fram fer í Sarpsborg í Noregi.

Föstudagur 22. september kl. 15:00

U23: Marokkó - Ísland (æfingaleikur
Þór/KA: Hulda Björg Hannesdóttir, Jakobína Hjörvarsdóttir og Karen María Sigurgeirsdóttir

Föstudagur 22. september kl. 18

A-landslið: Ísland - Wales (Þjóðadeildin)
Þór/KA: Sandra María Jessen
Rúv - stofan, hefst kl. 17:30
Leikur hefst kl. 18 - beint  Rúv

Laugardagur 23. september kl. 15

U19: Ísland - Svíþjóð (æfingamót í Noregi)
Þór/KA: Amalía Árnadóttir, Iðunn Rán Gunnarsdóttir, Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir og Steingerður Snorradóttir.

Leikir á mánudag og þriðjudag

Öll liðin eiga svo leik aftur í næstu viku. A-landsliðið mætir Þýskalandi ytra á þriðjudag kl. 16:15, U23 landsliðið leikur annan æfingaleik gegn landsliði Marokkó í Rabat á mánudag kl. 15 og U19 liðið mætir Noregi á mánudag kl. 10.