Öll liðin okkar í toppbaráttu í 2. og 3. flokki

Myndin er af liði 2. flokks Þórs/KA/Völsungs sem sigraði Aftureldingu og Fjölni í helgarferð suður n…
Myndin er af liði 2. flokks Þórs/KA/Völsungs sem sigraði Aftureldingu og Fjölni í helgarferð suður nýlega.

 

Liðin okkar í 2. og 3. flokki eru enn á fullu og voru fjórir leikir hjá stelpunum um nýliðna helgi.

Í A-riðli 3. flokks, 3. lotu, sigraði Þór/KA Stjörnuna/Álftanes um helgina, 3-2, og heldur Þór/KA enn efsta sætinu, en liðið í 2. sæti, FH/ÍH, hefur þó tapað færri stigum. Þór/KA hefur spilað fimm leiki, unnið fjóra og tapað einum, hefur 12 stig. FH/ÍH hefur spilað fjóra leiki, unnið þrjá og gert eitt jafntefli, er með 10 stig. Þór/KA á eftir tvo leiki, heimaleik gegn Víkingi og útileik gegn Haukum/KÁ.

Leikskýrslan á vef KSÍ.
Staðan í deildinni, úrslit leikja og leikjadagskrá á vef KSÍ.

Næsta verkefni liðsins verður hins vegar bikarúrslitaleikur sem fram fer á Þórsvellinum sunnudaginn 11. september. Við segjum nánar frá honum síðar þegar endanleg tímasetning liggur fyrir.

Þór/KA2 efstar í B-riðli

Þór/KA2 mætti liði Austurlands á Fellavelli í B-riðli, lotu 3, um helgina og vann, 2-0. Liðið er nú í efsta sæti B-riðilsins með 12 stig eftir fjóra leiki, hefur unnið alla leiki sína til þessa. Liðið á eftir að mæta Tindastóli/Hvöt/Kormáki á heimavelli og ÍBV á útivelli.

Leikskýrslan á vef KSÍ.
Staðan í deildinni, úrslit leikja og leikjadagskrá á vef KSÍ.

Annað sætið í keppni B-liða

Þriðja liðið okkar í 3. flokki spilar í A-deild í keppni B-liða og beið 2-1 ósigur á móti HK á útivelli um helgina. Þór/KA er í 2. sæti og það mun ekki breytast því liðið hefur lokið sínum leikjum og liðin fyrir neðan geta ekki náð okkur. FH/ÍH er í efsta sætinu með 33 stig, Þór/KA2 í 2. sæti með 25 stig og næsta lið þar á eftir með 19 stig.

Leikskýrslan á vef KSÍ.
Staðan í deildinni, úrslit leikja og leikjadagskrá á vef KSÍ.

Uppfært: Í keppni B-liða fer fram úrslitakeppni þar sem tvö efstu liðin úr A- og B-riðlum fara í úrslitakeppnil. Þetta eru FH/ÍH og Þór/KA úr A-riðlinum og Snæfellsnes og Stjarnan/Álftanes úr B-riðlinum. Þór/KA mætir Snæfellsnesi á útivelli í undanúrslitum, en sigurliðið fer í úrslitaleik gegn annaðhvort FH/ÍH eða Stjörnunni/Álftanesi.

Áfram í B-deild í 2. flokki U20

Lið Þórs/KA/Völsungs í 2. flokki U20 spilar í B-deildinni og var í baráttu um að komast upp í A-deild, en eftir tap gegn ÍBV á heimavelli um helgina er ljóst að sú von er úr sögunni. Þór/KA/Völsungur er núna í 3. Sæti með 22 stig og á einum leik ólokið, gegn Tindastóli/Hvöt/Kormáki, en fyrir ofan okkur eru ÍBV með 28 stig og Fjölnir í efsta sæti með 36 stig. Eini tapleikur Fjölnis hingað til er gegn okkar stelpum.

Leikskýrslan á vef KSÍ.
Staðan í deildinni, úrslit leikja og leikjadagskrá á vef KSÍ.