Opið fyrir tilnefningar á íþróttaeldhuga ársins

Tekið er við tilnefningum um íþróttaeldhuga ársins fram til 5. desember. Veist þú um einstakling eða einstaklinga sem eiga skilið þessa viðurkenningu?
 
Samhliða vali á íþróttamanni ársins stendur til að heiðra einstakling, íþróttaeldhuga ársins. Tilgangurinn er að vekja athygli á þeim einstaklingum sem gefið hafa tíma sinn til að efla íþróttastarfið og halda því gangandi - því um allt land leggja þúsundir sjálfboðaliða á sig ómælda vinnu allt árið um kring til að halda starfi íþróttafélaga og sérsambanda gangandi, hinir sönnu íþróttaeldhugar.
 
Tekið er við tilnefningum í gegnum vefsíðu Íslenskrar getspár til 5. desember, en sérstök valnefnd skipuð íþróttafólki mun síðan taka lokaákvörðun um hver verður fyrir valinu. Skilyrði er að viðkomandi hafi unnið eftirtektarvert sjálfboðastarf innan íþróttahreyfingarinnar og sé ekki launaður starfsmaður félags.
 
Smellið á myndina til að fara á síðu þar sem hægt er að senda inn tillögur um íþróttaeldhuga ársins.