Öruggur sigur hjá 3. flokki

Fjórar af fimm sem skoruðu í sigrinum í dag: Emelía Ósk Kruger, Krista Dís Kristinsdóttir, Sonja Bjö…
Fjórar af fimm sem skoruðu í sigrinum í dag: Emelía Ósk Kruger, Krista Dís Kristinsdóttir, Sonja Björg Sigurðardóttir og Anna Guðný Sveinsdóttir.

 

Sonja Björg Sigurðardóttir skoraði fjögur mörk í 8-0 sigri gegn Gróttu/KR í fyrsta leik í Íslandsmótinu.

Eins og áður hefur komið fram hér á síðunni er Íslandsmót í 3. flokki nú spilað með breyttu sniði, skipt í þrjár lotur og geta lið farið upp eða niður um riðil (deild) eftir hverja lotu. Jafnframt hefst mótið mun fyrr núna en verið hefur og spiluðu stelpurnar í A-liði 3. flokks sinn fyrsta leik í dag, í A-riðli (A-deild). Átta lið eru í hverjum riðli og er spiluð einföld umferð.

Þór/KA fékk Gróttu/KR í heimsókn á KA-völlinn í dag og vann öruggan sigur, 8-0.

Mörkin:
Sonja Björg Sigurðardóttir 4, og Anna Guðný Sveinsdóttir, Emelía Ósk Kruger, Krista Dís Kristinsdóttir og Ólína Helga Sigþórsdóttir eitt mark hver.

Leikskýrslan á vef KSÍ.

Mótið og leikjadagskráin á vef KSÍ.

Næsti leikur liðsins er gegn Víkingi á Víkingsvellinum sunnudaginn 13. mars.