Pantaðu pappir og fáðu hann heim

 

Leikmenn í Þór/KA eru milliliðir við sölu á pappír frá Papco - í fjáröflunarskyni fyrir félagið. Stelpurnar taka við pöntunum og greiðslum og koma pappírnum heim til þín.

Þór/KA og Papco hafa átt áralangt og farsælt samstarf varðandi þessa pappírssölu og hafa fjölmörg úr hópi stuðningsfólks okkar keypt reglulega af okkur pappír um árabil og þannig stutt við rekstur félagsins. 

Það er í raun einfalt að tryggja sér eins konar áskrift. Salan fer þannig fram að stelpurnar sjálfar taka við pöntunum - oft með því að auglýsa á samfélagsmiðlum þegar pöntun er framundan - og þú getur einfaldlega beðið einhvern af leikmönnum liðsins um að hafa þig alltaf á listanum, til dæmis að taka eina pakkningu af WC-pappír í hverri umferð og kannski eldhúspappírinn sjaldnar - alveg eftir þínum þörfum.

Venjulega erum við með stórar pantanir fjórum sinnum á ári (febrúar, maí, ágúst, nóvember), en þess á mili eigum við oftast einhverjar birgðir og því nánast alltaf hægt að nálgast pappír ef heimilisbirgðirnar klárast.

Næsta pöntun

Næstta stóra pöntun verður um miðjan febrúar. Síðasti pöntunardagur er 16. febrúar og verður pappírinn afhentur um viku síðar. 

Leggðu okkur lið, pantaðu Papco-pappírinn hjá okkur.