Samstarfsfyrirtækin ómetanleg fyrir félagið

Hrímland, Lengjan og Skógarböðin eru á meðal nýrra og öflugra samstarfsfyrirtækja félagsins.
Hrímland, Lengjan og Skógarböðin eru á meðal nýrra og öflugra samstarfsfyrirtækja félagsins.

Þór/KA hefur notið þeirrar gæfu að eiga í góðu samstarfi við fjölmörg fyrirtæki sem lagt hafa okkur lið í gegnum tíðina. Að undanförnu hafa samningar verið endurnýjaðir við nokkur þeirra og gerðir samningar við ný samstarfsfyrirtæki.

Nú styttist í að meistaraflokkur Þórs/KA spili í nýju keppnissetti frá Macron. Af því tilefni er kjörið að minnast á samstarfsfyrirtækin okkar sem mörg hver verða sýnileg á keppnisbúningunum. Þar verða margir góðkunningjar til margra ára, en einnig koma núna inn ný samstarfsfyrirtæki. Við eigum okkur einnig dygga ferðafélaga sem fá sín merki á ferðapeysur leikmanna og þjálfara. Þór/KA vill hér með þakka öllum þeim öflugu samstarfsfyrirtækjum og öðrum sem leggja okkur lið fyrir stuðninginn. Án alls þessa værum við ekki til, það er svo einfalt.

Nýir og gamlir kunningjar sýnilegir

Á undanförnum vikum og mánuðum hefur félagið endurnýjað samninga við nokkur samstarfsfyrirtæki sem við höfum átt í góðu sambandi við í áraraðir.

  • Höldur
  • Nettó
  • Norlandair
  • Slippurinn
  • Íslandsbanki
  • Íslensk verðbréf


Við höfum einnig notið þeirrar gæfu að fá nýja samstarfsaðila í lið með okkur og hafa nýlega verið gerðir samningar við eftirtalda:

  • Samskip
  • Ekill
  • Norðurtorg
  • Strikið


Ný samstarfsfyrirtæki sem verða sýnileg á keppnisbúningunum okkar:

  • Skógarböðin
  • Hrímland
  • Lengjan


Auk allra sem nefnd eru hér að ofan eru svo fleiri samstarfsfyrirtæki með samninga við okkur og verða áfram með okkur, ýmist á keppnisbúningi, ferðapeysum, æfingafatnaði eða sýnileg með öðrum hætti.

Keppnistreyja

  • Íslensk verðbréf
  • Nettó
  • Bílaleiga Akureyrar
  • Lengjan
  • Hrímland
  • ÁK smíði
  • Malbikun Akureyrar
  • TM
  • Goði
  • Íslandsbanki
  • Norlandair
  • Stefna
  • Fallorka
  • Sprettur-inn.

Keppnisstuttbuxur

  • Papco
  • Miðstöð.

Ferðafélagar

  • Akureyrarapótek
  • Fallorka
  • Slippurinn
  • Ekill
  • Laxá
  • Stefna
  • ÁK smíði
  • Miðstöð ehf.

Árskortin

  • Ljósgjafinn
  • V&L Viðvik og lausnir
  • Nortek
  • Verkval ehf.
  • GunNes ehf.
  • Hótel Akureyri

Nýir Macron-keppnisbúningar væntanlegir

Eins og fram hefur komið í fréttum hér á síðunni gerði félagið í haust samning við Macron á Íslandi varðandi fatnað. Leikmenn og þjálfarar hafa æft í Macron-fatnaði í vetur og nú styttist í að liðið taki formlega í notkun nýja keppnissettið frá Macron. Meistaraflokkur spilar áfram í svörtum aðalbúningum og hvítum varabúningum. Treyjurnar sem valdar voru eru sérframleiddar þannig að númer leikmanna, merki samstarfsfyrirtækja, félagsins og deildarinnar eru saumuð í treyjurnar strax við framleiðslu í stað þess að festa filmu á með hitun eftir á. Þetta þýðir að framleiðsluferlið tekur aðeins lengri tíma og það tók okkur líka tíma að ganga frá öllum lausum endum varðandi merkingar og annað þannig að fyrstu 2-3 leikirnir núna í vor verða í gamla settinu. Leikmenn í 2. og 3. flokki munu einnig spila í sams konar treyjum sem fóru í sama pöntunarferli. Í mörg ár hefur 2. flokkur félagsins og síðustu árin einnig 3. flokkur tekið við keppnissetti meistaraflokks að lokinni tveggja ára notkun, en núna í fyrsta skipti mun hver leikmaður í 2. og 3. flokki spila í sínum eigin keppnisbúningi. 


Stelpurnar hafa æft í Macron-fatnaðinum í vetur og nú bíðum við spennt eftir fyrsta leik í nýju Macron-keppnissetti. Keppnisandinn er alltaf til staðar á æfingum og hefur skapast sú hefð að mynda sigurliðið eftir hverja einustu æfingu. Hér er eitt slíkt. Fremri röð: Sandra María Jessen, Harpa Jóhannsdóttir og Hulda Ósk Jónsdóttir. Aftari röð: Amalía Árnadóttir, Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir og Dominique Randle.