Samstarfssamningur Þórs/KA og Greifans

Arinbjörn Þórarinsson, framkvæmdastjóri Greifans, og Dóra Sif Sigtryggsdóttir, formaður stjórnar Þór…
Arinbjörn Þórarinsson, framkvæmdastjóri Greifans, og Dóra Sif Sigtryggsdóttir, formaður stjórnar Þórs/KA.

Dóra Sif Sigtryggsdóttir, formaður stjórnar Þórs/KA, og Arinbjörn Þórarinsson, framkvæmdastjóri Greifans, undirrituðu í gær samstarfssamning til þriggja ára.

Eðli málsins samkvæmt felur samstarfið í sér ýmislegt varðandi veitingar og er liður í þeirri vegferð að bæta umhverfi og umgjörð félagsins.

„Það er okkur mikils virði að eiga hauk í horni í jafn öflugu og vinsælu fyrirtæki og Greifinn er,“ segir Dóra Sif. „Stór hluti af rekstri félagsins er undir samstarfi við öflug fyrirtæki kominn og við lítum svo á að samstarf við knattspyrnulið kvenna í efstu deild sé beggja hagur. Við lítum því á þetta sem samstarf fremur en samning um styrk til félagsins, en samstarfið við Greifann er þó engu að síður mikill styrkur fyrir félagið, ef þannig má að orði komast. Það að öflug fyrirtæki vilji eiga við okkur samstarf sýnir glöggt hver staða Þórs/KA er í samfélaginu á Akureyri enda höfum við átt lið í efstu deild frá 2006, eða óslitið í 18 ár og siglum nú inn í 19. árið í röð í efstu deild.“

Dóra Sif Sigtryggsdóttir og Arinbjörn Þórarinsson undirrita samstarfssamningin að viðstöddum þjálfara og hluta af leikmannahópnum eins og hann er um þessar mundir.  Standandi frá vinstri: Iðunn Rán Gunnarsdóttir, Hulda Björg Hannesdóttir, Jóhann Kristinn Gunnarsson, Emelía Ósk Krüger, Sonja Björg Sigurðardóttir, Margrét Árnadóttir, Anna Guðný  Sveinsdóttir, Krista Dís Kristinsdóttir, Harpa Jóhannsdóttir, Júlía Margrét Sveinsdóttir, Sandra María Jessen, Agnes Birta Stefánsdóttir, Hulda Ósk Jónsdóttir og Angela Mary Helgadóttir.