Sex leikir um hvítasunnuhelgina

Fjögur lið á okkar vegum verða í eldlínunni um helgina. Bikarleikur hjá meistaraflokki, tveir útileikir hjá hvoru liði í U20 og heimaleikur hjá 3. flokki A.

Meistaraflokkur er að hefja leik í Mjólkurbikarkeppninni á morgun þegar stelpurnar mæta Keflavík á útivelli í 16 liða úrslitum keppninnar.

Á sunnudag munu bæði liðin okkar í 2. flokki U20 spila, en þar erum við í samstarfi við Völsung og spilum sem Þór/KA/Völsungur og Þór/KA/Völsungur 2. Lið 1 er að hefja keppni á Íslandsmótinu, en lið 2 hefur nú þegar spilað einn leik. Eini heimaleikurinn um helgina er hjá 3. flokki á mánudag, en þá er að hefjast lota 2 í A-riðli.

Laugardagur 27. maí kl. 16:00 í Keflavík
Mjólkurbikar: Keflavík – Þór/KA

Sunnudagur 28. maí kl. 14:30 í Safamýri
2. flokkur A - U20: Víkingur – Þór/KA/Völsungur

Sunnudagur 28. maí kl. 16:15 í Safamýri
2. flokkur B2 - U20: Víkingur 2 - Þór/KA/Völsungur 2

Mánudagur 29. maí kl. 11:00 á Selfossi
2. flokkur A - U20: Selfoss – Þór/KA/Völsungur

Mánudagur 29. maí kl. 15:00 í Skessunni
2. flokkur B2 - U20: FH/ÍH - Þór/KA/Völsungur

Mánudagur 29. maí kl. 15:00 í Boganum
3. flokkur A – lota 2: Þór/KA – FH/ÍH