Síðasti heimaleikurinn – Þór/KA mætir Stjörnunni í dag

Þór/KA spilar síðasta heimaleikinn sinn á þessu tímabili í dag þegar stelpurnar mæta liði Stjörnunnar í næstsíðustu umferð Bestu efri deildarinnar. Leikurinn hefst kl. 15.

Við styrkjum börn Tinnu B. Malmquist Gunnarsdóttur

Aðgangseyrir og frjáls framlög gesta á leiknum munu renna í söfnun til styrktar börnum Tinnu Bjargar Malmquist Gunnarsdóttur sem lést þann 15. september, en hún átti þrjú börn. Tinna var jarðsungin í gær

Einnig er hægt að leggja beint inn á söfnunarreikning 0511-14-51250, kt. 090456-5989.

Fjögurra liða barátta um Evrópusæti

Fyrir leikinn í dag er Þór/KA í 5. sæti deildarinnar með 32 stig úr 21 leik, en Stjarnan er með 35 stig í 3. sætinu. Valur hefur þegar tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn, en fjögur lið eiga enn möguleika á því að ná Evrópusæti, Þór/KA þar á meðal. Baráttunni um Evrópusætið gæti svo reyndar einnig lokið í dag ef leikir fara þannig.

Þór/KA og Stjarnan hafa mæst 38 sinnum í efstu deild Íslandsmótsins, fyrst árið 2000 og svo aftur árið 2006 og á hverju ári síðan. Stjarnan hefur mun oftar haft betur, unnið 21 sinni á móti tíu sigrum Þórs/KA.

Liðin hafa tvisvar mæst á þessu tímabili. Þór/KA vann 1-0 sigur í fyrstu umferðinni í Garðabæ með marki Söndru Maríu Jessen, en heimaleikurinn var heldur fjörugri. Stjarnan náði þá þriggja marka forystu í fyrri hálfleik, en Þór/KA jafnaði með þremur mörkum í seinni hálfleiknum.

Aðgangseyrir og frjáls framlög á síðasta heimaleiknum renna til styrktar þremur börnum sem misstu móður sína fyrr í mánuðinum. Einnig er hægt að leggja beint inn á söfnunarreikning 0511-14-51250, kt. 090456-5989