Sigur hjá U19

Steingerður Snorradóttir, Amalía Árnadóttir, Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir og Iðunn Rán Gunnarsdótti…
Steingerður Snorradóttir, Amalía Árnadóttir, Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir og Iðunn Rán Gunnarsdóttir. Myndin var tekin á æfingamóti U19 liðsins í Noregi í september.

Fjórar frá Þór/KA eru þessa dagana staddar með U19 landsliðinu í Albaníu þar sem fram fer keppni í undanriðli fyrir EM 2024. Ísland vann öruggan sigur, 6-2.

Iðunn Rán Gunnarsdóttir og Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir voru í byrjunarliðinu, en Amalía Árnadóttir og Steingerður Snorradóttir voru varamenn. Iðunn Rán spilaði allan leikinn, en Kimberley Dóra, sem spilaði í stöðu hægri bakvarðar í dag, fór út af eftir rúmlega klukkutíma leik. Amalía og Steingerður komu ekki við sögu í dag.

Ísland komst í 4-0 í fyrri hálfleik með mörkum frá Kötlu Tryggvadóttur, Sigdísi Evu Bárðardóttur, Bergdísi Sveinsdóttur og Elísu Lönu Sigurjónsdóttur. Katla bætti svo við tveimur mörkum í seinni hálfleik.

Ísland er í riðli með Belarús, Serbíu og Skotlandi. Næsti leikur verður gegn Belarús föstudaginn 27. október kl. 13.

Mótið á vef KSÍ.

U19 undankeppnin á vef UEFA.

Upptaka frá leiknum er aðgengileg á YouTube-rás Knattspyrnusambands Albaníu.