Slæm útreið í Laugardalnum

Úr leik liðanna í Lengjubikarnum í mars. Mynd: Egill Bjarni Friðjónsson
Úr leik liðanna í Lengjubikarnum í mars. Mynd: Egill Bjarni Friðjónsson

 

Þór/KA fékk slæma útreið á í Laugardalnum í gær þegar liðið mætti Þrótti í fimmtu umferð Bestu deildarinnar. Þróttarar gerðu út um leikinn á fyrsta hálftímanum. Lokatölur 4-1.

Þróttarar byrjuðu leikinn mun betur og komust í 3-0 eftir um það bil hálftíma leik. Eftir það lifnaði aðeins yfir okkar liði og náðum við að koma inn marki undir lok fyrri hálfleiks. Tiffany McCarty átti þá skot að marki sem fór í varnarmann og út í markteiginn þar sem Margrét Árnadóttir var fyrst að átta sig og skoraði af öryggi.

Þetta var þriðja mark Margrétar í deildinni í sumar og hefur hún því skorað helming marka liðins. Tiffany átti eins og áður sagði þátt í þessu marki, en hún hefur ýmist komið að eða átt stoðsendingu í fimm af sex mörkum liðsins það sem af er sumri.

Þróttarar bættu síðan við fjórða markinu í seinni hálfleik, án þess að okkar stelpum tækist að svara. Vigdís Edda Friðriksdóttir var þó nálægt því undir lok leiksins, en skot hennar hafnaði í stöng Þróttarmarksins.

Eftir fimm umferðir er Þór/KA í 7. sæti með sex stig. Næsti leikur liðsins verður gegn ÍBV í Eyjum mánudaginn 23. maí kl. 18.

Leikskýrslan á vef KSÍ.

Staða, úrslit leikja og leikjadagskrá á vef KSÍ.