Stefnumótið: Sigur í B-keppni, silfur í A og C

Þór/KA2 vann B-keppni Stefnumótsins um helgina.
Þór/KA2 vann B-keppni Stefnumótsins um helgina.

Þór/KA átti fjögur lið í Stefnumótinu í 3. flokki sem fram fór um helgina. Eitt liðanna vann sína keppni, en hin þrjú urðu í 2. sæti í A, B og C.

C-keppni

Þór/KA svartar og Þór/KA hvítar enduðu bæði með 13 stig, en svartar voru með betri markatölu. Bæði liðin unnu fjóra leiki og gerðu jafntefli sín á milli. Þór/KA svartar vann C-keppnina með markatöluna 28-1, en Þór/KA hvítar voru jafnar að stigum með markatöluna 11-2.

B-keppni

Þór/KA2 endaði í 2. sæti í B-keppninni, stigi minna en Þróttur2 sem vann keppnina. Þróttur2 náði í níu stig, en Þór/KA átta. Þór/KA vann tvo leiki, gerði tvö jafntefli og tapaði einum.

A-keppni

Lokaleikurinn hjá Þór/KA1 varð hreinn úrslitaleikur gegn FH1 því liðin voru jöfn að stigum eftir að hafa unnið þrjá leiki og gert eitt jafntefli hvort lið í riðlinum. FH var með betri markatölu, 11-4, en Þór/KA1 var með 9-3. Liðin í 2. og 3. sæti mættust í undanúrslitum. Þar vann Þór/KA vann Þrótt og mætti FH1 í úrslitaleik þar sem Hafnfirðingar náðu að kreista fram 2-1 sigur þrátt fyrir fjölmörg góð færi sem okkar lið fékk en náði ekki að nýta.

Leikmenn og þjálfarar stóðu vaktina alla helgina og eiga hrós skilið, voru félaginu til sóma.

Úrslit allra leikja og lokastöður í deidum - sjá hér.