Stefnumótsmeistarar

Þór/KA1, Stefnumótsmeistarar 2021.
Þór/KA1, Stefnumótsmeistarar 2021.

 

Um helgina fór fram Stefnumót 3.flokks kvenna og lauk því um miðjan dag í gær. 

Þór/KA tefldi fram fjórum liðum um helgina. Tvö lið sem tóku þátt í A-liða keppni og tvö lið sem tóku þátt í B-liða keppni.

A1-liðið gerði sér lítið fyrir og vann mótið. Þær unnu alla sína leiki nema á móti hinu Þór/KA liðinu í A-liða keppninni. Frábær árangur hjá þeim og er þetta þriðja árið í röð sem Þór/KA vinnur Stefnumótið. Þór/KA hefur því unnið mótið öll árin frá því 3. flokkur Þórs og KA var sameinaður.

A2-liðið átti einnig mjög gott mót og endaði í 4. sæti A-liða. Baráttan og dugnaður liðsins alveg til fyrirmyndar.

Í B-liða keppninni komst annað B-liðið okkar í úrslitaleik sem tapaðist því miður á móti Breiðablik. Hinu B-liðinu gekk ekki alveg jafn vel að sækja úrslit þó spilamennskan hafi verið mjög flott. Þær enduðu í 5.-6.sæti.

Í báðum B-liðunum voru stelpur fæddar árið 2007 af yngra ári flokksins. Þannig að þar voru allt stelpur sem eru nýbyrjaðar að æfa og spila saman undir merkjum Þórs/KA.

Þór/KA-4


Þór/KA-3 

Þór/KA-2

Þór/KA-1