Stutt bikarævintýri

Þátttöku liðsins í Mjólkurbikarkeppninni er lokið þetta árið eftir 2-0 tap í Keflavík.

Þór/KA lék undan sterkum vindi í fyrri hálfleik, völlurinn ekki í góðu ástandi og aðstæður því ekki eins og best verður á kosið. Markalaust var eftir fyrri hálfleikinn og átti það eftir að koma liðinu í koll að ná ekki að nýta meðvindinn og skora mark eða mörk. Færi og markskot voru samt nokkur, en því miður nýttust þau ekki.

Það munaði síðan minnstu að Þór/KA nærði forystunni á móti vindinum í seinni hálfleik, en Keflvíkingar björguðu á línu. Skömmu seinna kom svo blaut tuska í andlitið, mark frá Keflvíkingum þegar tæpur stundarfjórðungur var liðinn af seinni hálfleik. Tuttugu mínútum síðar kom svo annað mark frá Keflvíkingum og 2-0 tap niðurstaðan. Seinna markið hefði þó líklega ekki átt að standa vegna rangstöðu.  

Leikskýrslan á vef KSÍ.

Næsti leikur liðsins verður fimmtudaginn 1. júní kl. 18, en þá spilar liðið sinn fyrsta leik á Þórsvellinum þetta sumarið þegar FH kemur norður. Leikurinn er í 6. umferð Bestu deildarinnar.