Við styðjum Einherja og fjölskyldu Violetu Motul

Við þiggjum og við gefum. Um leið og við þiggjum framlag úr Minningarsjóði Guðmundar Sigurbjörnssonar í leikhléi í leik okkar gegn Breiðabliki miðvikudaginn 13. september viljum við leggja okkar af mörkum til að styðja við fjölskyldu leikmanns Einherja sem lést af slysförum fyrir stuttu.

Það vill svo til að leikmenn frá Vopnafirði sem stundað hafa nám við framhaldsskólana á Akureyri hafa iðulega æft með okkar hópum í Boganum á veturna. Okkur er því bæði ljúft og skylt að styðja við söfnun fyrir fjölskyldu leikmannsins.

Fyrir leik okkar gegn Breiðabliki miðvikudaginn 13. september tökum við á móti frjálsum framlögum við innganginn fyrir leik og í sjoppunni á meðan á leik stendur, sem rennur í söfnunarsjóð Einherja fyrir fjölskyldu leikmannsins.

Einnig hvetjum við okkar fólk til að leggja fjölskyldunni lið með beinni millifærslu á söfnunarreikning Einherja:

Violeta Mitul - söfnunarreikningur fyrir fjölskylduna

610678-0259
0178-05-000594