Styrkveiting úr Minningarsjóði Guðmundar Sigurbjörnssonar

  • Besta deild kvenna, miðvikudagur 13. september kl. 16:45: Þór/KA - Breiðablik

Gestum á leik Þórs/KA gegn Breiðabliki í Bestu deildinni miðvikudaginn 13. september gefst kostur á að setja nafn sitt í pott sem dregið verður úr í leikhléi á Þórsleiknum á laugardaginn 16. september um veglega vinninga.

Tilefnið er að í leikhléi í báðum þessum leikjum fá Þór/KA og Þór afhentan peningastyrk úr Minningarsjóði Guðmundar Sigurbjörnssonar, fyrrverandi formanns Þórs. Það verða synir Guðmundar, þeir Bjarni Freyr og Einar Már sem afhenda munu formönnum þessa styrki.

Minningarsjóðurinn stendur einnig fyrir léttum lukkuleik þar sem áhorfendur á þessum tveimur leikjum geta sett nafn sitt í pott í von um að vera dregnir út í leikhléi á Þórsleiknum á laugardaginn.