Tap í tíundu umferðinni

Hulda Björg Hannesdóttir skallar frá markinu. Mynd: Egill Bjarni Friðjónsson
Hulda Björg Hannesdóttir skallar frá markinu. Mynd: Egill Bjarni Friðjónsson

 

Þór/KA laut í lægra haldi gegn Breiðabliki, 0-4, í síðasta leik liðanna fyrir tæplega sjö vikna EM hléið sem gert verður á Íslandsmótinu. .

Þessi niðurstaða, fjögurra marka tap, er erkkert endilega lýsandi tölur fyrir leikinn, sérstaklega fyrri hálfleikinn sem var nokkuð jafn ef litið er á spilamennskuna.

Þrátt fyrir að mörgu leyti ágætan fyrri hálfleik hjá Þór/KA varð uppskeran engin og gestirnir hirtu öll þrjú stigin. Færin létu á sér standa hjá Þór/KA í dag þrátt fyrir að liðið væri síst lakari aðilinn í fyrri hálfleiknum. Breiðablik gerði hins vegar akkúrat það sem þarf til að vinna fótboltaleiki, fékk færi og nýtti þau.

Gestirnir náðu að skora snemma í báðum hálfleikjum, fyrst var það Clara Sigurðardóttir á 9. mínútu og var það eina mark fyrri hálfleiksins. Snemma í fyrri hálfleik komu svo tvö mörk frá Karítas Tómasdóttur, fyrst á 51. mínútu og aftur sjö mínútum síðar. Natasha Anasi skoraði svo fjórða markið á 82. mínútu.

Þegar 10. umferðinni lýkur verður gert tæplega sjö vikna hlé á Íslandsmótinu á meðan landsliðið tekur þátt í lokakeppni EM sem fram fer í Englandi. Næsti leikur hjá Þór/KA er útileikur gegn Val fimmtudaginn 4. ágúst, en næsti heimaleikur verður þriðjudaginn 9. ágúst gegn Aftureldingu.

Þór/KA er áfram í 8. sætinu með tíu stig að loknum tíu umferðum.

Leikskýrslan á vef KSÍ.
Staðan, úrslit leikja og leikjadagskrá á vef KSÍ.

Myndaalbúm - Egill Bjarni Friðjónsson.

Sérfræðingar okkar velja mann leiksins í hverjum heimaleik sem fær að að launum gjafabréf frá Sprettinum. Í leiknum í dag var það Hulda Björg Hannesdóttir, en í síðasta leik, gegn KR, var það Andrea Mist Pálsdóttir. Hér eru þær saman með gjafabréfin frá Sprettinum.