Þór/KA mætir Breiðabliki í Boganum

BREYTTUR LEIKVÖLLUR: SPILAÐ Í BOGANUM

Fjórða umferð Bestu deildarinnar er að hefjast og það er heimaleikur, sá fyrsti á grasinu og sá fyrsti í nýjum Macron-búningum.

Þór/KA fær lið Breiðabliks í heimsókn í Boganum í dag og hefst leikurinn kl. 18. Þessi lið eru jöfn að stigum eftir þrjár umferðir, hafa bæði unnið tvo leiki og tapað einum. Breiðablik hefur sigrað Tindastól og Keflavík, en tapaði fyrir Val. 

Innbyrðis viðureignir þessara liða í efstu deild Íslandsmótsins eru orðnar samtals 36 enda hafa þau mæst tvisvar á hverju ári frá 2006, auk þess sem þau mættust í Landssímadeildinni árið 2000. Breiðablik hefur oftar haft betur, er með 20 sigra í þessum 36 leikjum, en Þór/KA hefur unnið 11 sinnum. 

Nokkuð er síðan Þór/KA hefur sigrað Breiðablik í leik í efstu deild, síðast gerðist það á Þórsvellinum í júní 2018. Liðin mættust hins vegar í undanúrslitum Lengjubikarsins í apríl og þá hafði Þór/KA betur á Kópavogsvelli, 2-1.