Þór/KA mætir Þrótti í Egilshöll í kvöld

Þór/KA mætir Þrótti í fjórðu umferð A-deildar Lengjubikarsins í kvöld. Leikstað og leiktíma hefur verið breytt.

Athugið: Leiktíma og leikstað hefur verið breytt og fer hann fram í Egilshöllinni, hefst kl. 21.

Þessi lið hafa bæði unnið þrjá fyrstu leiki sína í riðli 1 í A-deild Lengjubikarsins. Þór/KA hefur sigrað FH, KR og Val. Þróttur hefur sigrað KR, Val og Selfoss. Þrjú lið eru með þrjú stig hvert í riðlinum og því þurfa bæði Þór/KA og Þróttur aðeins eitt stig hvort úr tveimur síðustu leikjunum til að fara áfram í undanúrslit. Tvö lið fara áfram í undanúrslit A-deildarinnar, sigurlið riðils 1 mætir liðinu í 2. sæti í riðli 2 og öfugt. 

Mótið á vef KSÍ.
Leikskýrslan á vef KSÍ - birtist 60 mínútum fyrir leik.

Þessi lið mættust í Boganum í Lengjubikarkeppninni í byrjun mars í fyrra. Þeim leik lauk með 2-1 sigri Þórs/KA. Sá leikur markaði tímamót hjá Söndru Maríu Jessen - sem nú er markahæst í Lengjubikarnum - því hún kom þá inn sem varamaður í fyrsta skipti eftir að hafa tekið sér frí frá fótbolta vegna barnseignar.


Úr viðureign liðanna í Boganum 5. mars 2023. Mynd: Egill Bjarni Friðjónsson.


Sandra María Jessen í fyrsta leik sínum eftir barnsburðarleyfi. Mynd: Egill Bjarni Friðjónsson.