Þór/KA mætir Val á útivelli í dag

Lokasprettur Bestu deildarinnar hefst í dag - eða Bestu efri deildarinnar eing og mætti kalla þann hluta mótsins sem nú fer í hönd hjá Þór/KA og fimm öðrum liðum.

Þór/KA situr í 6. sæti deildarinnar með 26 stig eftir fyrstu 18 umferðirnar, en nú tekur við tvískipting deildarinnar þar sem sex efstu lið mætast í einfaldri umferð. Valur er með góða forystu á toppi deildarinnar.

Leikur dagsins átti að vera á morgun, en honum var flýtt um einn dag vegna slæmrar veðurspár. 

Valur vann naumlega 1-0 sigur þegar liðin mættust á Origo-vellinum fyrr í sumar.

Þór/KA og Valur hafa mæst 38 sinnum í efstu deild eins og sjá má á myndinni hér að neðan - skjáskot af ksi.is.