Þór/KA sigraði Þór/KA2

Grannaslagur er kannski ekki rétta orðið, en liðin okkar tvö í Kjarnafæðismótinu mættust í Boganum í dag.

Þrátt fyrir nokkur forföll af ýmsum ástæðum voru 28 leikmenn tiltækir í leikinn í dag og röðuðu þjálfararnir 14 leikmönnum í hvort lið.

Þór/KA2 var heimaliðið, spiluðu í hvítu búningunum, og Þór/KA gestaliðið, spiluðu í svörtu búningunum. 

Þær svörtu skoruðu mark strax á annarri mínútu, en hvítu jöfnuðu í fyrri hálfleiknum, jafnt eftir fyrri hálfleikinn, 1-1. Þær svörtu bættu svo við þremur mörkum í seinni hálfleiknum, því fyrsta strax á fyrstu mínútu seinni hálfleiksins og síðan tveimur í viðbót þegar langt var liðið á leikinn.

Þór/KA2 - Þór/KA 1-4 (1-1)

2. mín.: 0-1 - Hildur Anna Birgisdóttir
  - stoðsending: Emilía Björk Óladóttir
24. mín.: 1-1 - Una Móeiður Hlynsdóttir
46. mín.: 1-2 - Rebekka Sunna Brynjarsdóttir
  - stoðsending: Hildur Anna Birgisdóttir
69. mín.: 1-3 - Sandra María Jessen.
 - stoðsending: Hildur Anna Birgisdóttir
90. mín.: 1-4 - sjálfsmark

Þór/KA (1) hefur unnið báða leiki sína til þessa og er í efsta sæti, Þór/KA2 hefur unnið einn og tapað einum og er í öðru sæti, Völsungur hefur ekki enn spilað leik og Tindastóll og FHL hafa bæði tapað einum leik.

Leikskýrslan á vef KSÍ.
Mótið á vef KSÍ.

Næsti leikur í kvennadeildinni verður laugardaginn 14. janúar þegar Völsungur og FHL mætast.

Næsti leikur hjá okkar liðum verður hjá Þór/KA2 gegn Tindastóli sunnudaginn 15. janúar kl. 15 og sunnudaginn 22. janúar hjá Þór/KA, gegn FHL.

Leikmenn beggja liðanna stilltu sér upp fyrir myndatöku að leik loknum.

Aftari röð frá vinstri: Bríet Jóhannsdóttir, Amalía Árnadóttir, Emilía Björk Óladóttir, Arna Rut Orradóttir, Rut Marín Róbertsdóttir, Júlía Margrét Sveinsdóttir, Rebekka Sunna Brynjarsdóttir, Helga Dís Hafsteinsdóttir, Emelía Ósk Kruger, María Catharina Ólafsdóttir Gros, Marey Dóróthea Maronsdóttir Olsen, Ólína Helga Sigþórsdóttir, Sonja Björg Sigurðardóttir og Harpa Jóhannsdóttir.

Fremri röð frá vinstri: Emelía Blöndal Ásgeirsdóttir, Kolfinna Eik Elínardóttir, Steingerður Snorradóttir, Anna Guðný Sveinsdóttir, Karlotta Björk Andradóttir, Ísabella Júlía Óskarsdóttir, Hildur Anna Birgisdóttir, Sandra María Jessen, Jakobína Hjörvarsdóttir, Ísfold Marý Sigtryggsdóttir, Hulda Ósk Jónsdóttir, Una Móeiður Hlynsdóttir, Katla Bjarnadóttir og Hulda Björg Hannesdóttir. 

Sigurlið dagsins. Aftari röð frá vinstri: Emilía Björk Óladóttir, Júlía Margrét Sveinsdóttir, Rebekka Sunna Brynjarsdóttir, Helga Dís Hafsteinsdóttir, Emelía Ósk Kruger, María Catharina Ólafsdóttir Gros, Marey Dóróthea Maronsdóttir Olsen og Katla Bjarnadóttir. 

Fremri röð frá vinstri: Ísabella Júlía Óskarsdóttir, Hildur Anna Birgisdóttir, Sandra María Jessen, Jakobína Hjörvarsdóttir, Ísfold Marý Sigtryggsdóttir og Hulda Ósk Jónsdóttir.