Það var nóg að gera hjá leikmönnum í yngra liðinu okkar um liðna helgi. Þær mættu eldra liðinu á föstudagskvöld, nokkrar þeirra reyndar með eldra liðinu, og voru svo aftur klárar í slaginn á sunnudag kl. 13 þegar FHL mætti í Bogann. Þetta var lokaleikurinn hjá Þór/KA2 í mótinu.
Okkar lið mætti til leiks af krafti og spilaði oft skemmtilegan fótbolta, skapaði færi og skoraði falleg mörk. Margar ungar og efnilegar stelpur fengu að spreyta sig og sýndu enn einu sinni að Þór/KA þarf ekki að kvíða framtíðinni hvað efnivið í góða leikmenn varðar. Á hverju ári banka nokkrar á dyrnar hjá meistaraflokki, tilbúnar að taka næsta skref.
FHL fékk lánaða leikmenn frá Völsungi til að fylla í skörðin þar sem hópurinn þeirra var fámennur. Þór/KA hafði 1-0 forystu eftir fyrri hálfleikinn, bætti svo við þremur mörkum áður en lánsleikmaður frá Völsungi skoraði eina mark FHL undir lok leiksins. Halla Bríet spilaði einnig á móti Þór/KA2 á föstudagskvöldið þegar hún var varamaður og spilaði hluta leiksins með liði 1.
Þór/KA2 - FHL 4-1 (1-0)
- 1-0 - Emelía Ósk Krüger (20'). Stoðsending: Amalía Árnadóttir.
- 2-0 - Ísey Ragnarsdóttir (59'). Stoðsending: Bríet Fjóla Bjarnadóttir.
- 3-0 - Ísey Ragnarsdóttir (76'). Stoðsending: Hafdís Nína Elmarsdóttir.
- 4-0 - Ellý Sveinbjörg Elvarsdóttir (80'). Stoðsending: Júlía Karen Magnúsdóttir.
- 4-1 - Halla Bríet Kristjánsdóttir (90').
Tölur og fróðleikur
- Meðalaldur hjá Þór/KA (liði 1), út frá aldri sem leikmenn ná á árinu 2025:
Byrjunarlið: 17,64 ár
Varamenn: 16,5 ár
Hópurinn: 17,16 ár
- Ellý Sveinbjörg Elvarsdóttir skoraði fjórða mark Þórs/KA skömmu eftir að hún kom inn á sem varamaður. Frá því að leikurinn fór í gang að nýju eftir innáskiptinguna þar til hún skoraði liðu um 84 sekúndur. Þó leikurinn og Kjarnafæðimótið séu ekki formlega viðurkennd sem KSÍ-leikir má segja að þetta hafi verið fyrsta meistaraflokksmarkið sem hún skorar.
- Ísey Ragnarsdóttir skoraði tvö mörk, en ekki sín fyrstu í meistaraflokki því hún skoraði einnig gegn FHL í Kjarnafæðimótinu 2024.
Leikskýrslan
- Byrjunarlið
1 - Dóra Jensína Þorgilsdóttir (m)
2 - Angela Mary Helgadóttir
3 - Kolfinna Eik Elínardóttir (út á 73')
5 - Ísey Ragnarsdóttir (mark á 59' og 76')(út á 78')
7 - Amalía Árnadóttir (f) (út á 57')
9 - Júlía Margrét Sveinsdóttir (út á 57')
10 - Eva S. Dolina-Sokolowska (út á 67')
11 - Emelía Blöndal Ásgeirsdóttir
16 - Karen Hulda Hrafnsdóttir (út á 67')
17 - Emelía Ósk Krüger (mark á 20')
21 - Bríet Fjóla Bjarnadóttir (út á 67')
- Varamenn
6 - Arna Rut Orradóttir (inn á 57')
8 - Ragnheiður Sara Steindórsdóttir (inn á 67')
14 - Aníta Ingvarsdóttir (inn á 67')
15 - Ellý Sveinbjörg Elvarsdóttir (inn á 78') (mark á 80')
18 - Júlía Karen Magnúsdóttir (inn á 57')
20 - Hafdís Nína Elmarsdóttir (inn á 67')
23 - Ásta Ninna Reynisdóttir (inn á 73')
26 - Anna Guðný Sveinsdóttir