Þór/KA2 með sigur á Tindastóli

Amalía Árnadóttir og Hulda Ósk Jónsdóttir.
Amalía Árnadóttir og Hulda Ósk Jónsdóttir.

Amalía Árnadóttir og Hulda Ósk Jónsdóttir skoruðu í sigri liðsins í Kjarnafæðismótinu í dag.

Amalía Árnadóttir kom Þór/KA yfir á 38. mínútu. Hún vann þá boltann af varnarmönnum Tindastóls inni í teig, eftir atgang í teignum, og skoraði af stuttu færi. Þór/KA2 með eins marks forystu eftir fyrri hálfleikinn.

Hulda Ósk Jónsdóttir skoraði svo með föstu skoti af stuttu færi á 63. mínútu og staðan orðin 2-0. 

María Dögg Jóhannesdóttir minnkaði muninn í 2-1 á 71. mínútu, en það dugði ekki til og urðu 2-1 lokatölur leiksins. 

Þetta var annar sigur hjá Þór/KA2. Liðið hefur sigrað FHL og Tindastól, en tapaði á dögunum á móti Þór/KA. Síðasti leikurinn hjá Þór/KA í mótinu verður gegn Völsungi og er sá leikur á dagskrá að tveimur vikum liðnum, laugardaginn 21. janúar kl. 19. Þór/KA mætir svo liði FHL daginn eftir, sunnudaginn 22. janúar kl. 15.

Bæði liðin frá Þór/KA eru nú með sex stig, en lið eitt hefur aðeins lokið tveimur leikjum og lið 2 þremur.

Eins og áður tefldi Þór/KA fram mjög ungu liði og var Hulda Ósk langelst í liðinu í dag, sjö árum eldri en næstelsti leikmaðurinn. Allar sem spiluðu í dag, nema Hulda Ósk, eru fæddar á árunum 2004-2007.

Leikskýrslan á vef KSÍ.
Mótið á vef KSÍ.