Þór/KA/Völsungur Íslandsmeistarar í 2. flokki U20

Alls hafa 34 leikmenn tekið þátt í leikjum liðsins í mótinu í sumar.
Alls hafa 34 leikmenn tekið þátt í leikjum liðsins í mótinu í sumar.

Með sigri á HK í Boganum í dag tryggðu stelpurnar okkar sér Íslandsmeistaratitilinn í 2. fl. U20, en eiga þó enn þrjá leiki eftir í mótinu.

Þór/KA/Völsungur hefur lokið níu leikjum og unnið þá alla, er með 27 stig á toppnum. Víkingur er í 2. sæti með 19 stig, á aðeins tvo leiki eftir og getur því ekki náð okkar liði að stigum. Okkar stelpur hafa haft talsverða yfirburði á önnur lið í mótinu og eru með markatöluna 51-11.

Af þeim þremur leikjum sem liðið á eftir að spila hefði raunar tveimur átt að vera lokið nú þegar samkvæmt leikjadagskrá, en útileik gegn ÍBV og heimaleik gegn Breiðabliki/Augnabliki/Smára var frestað fyrr í sumar. Liðið hefði því hæglega getað tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn fyrir allnokkru. Lokaleikurinn samkvæmt leikjadagskránni á að vera útileikur gegn Breiðabliki/Augnabliki/Smáranum sunnudaginn 3. september, en óvíst hvort hægt verður að klára frestuðu leikina fyrir þann tíma.

  • 1-0 - Hildur Anna Birgisdóttir (4')
  • 2-0 - Una Móeiður Hlynsdóttir (6')
  • 3-0 - Emelía Ósk Krüger (26')
  • 4-0 - Emelía Ósk Krüger (33')
  • 5-0 - Júlía Margrét Sveinsdóttir (68')
  • 6-0 - Bríet Jóhannsdóttir (74')
  • 6-1 - Hólmfríður Þrastardóttir (76')

Alls hafa 34 leikmenn komið við sögu í leikjum 2. flokks U20 í A-deild Íslandsmótsins.

Þetta sama lið eru svo einnig komið í undanúrslit í bikarkeppni 2. flokks U20 og á þar að mæta Stjörnunni/Álftanesi á heimavelli fimmtudaginn 7. september, en óvíst hvort sú dagsetning muni standa. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Fram og FH/ÍH. 

Þessar spiluðu eða voru viðstaddar í dag, en alls hafa 34 leikmenn komið við sögu í leikjum liðsins í mótinu.

Aftari röð frá vinstri: Pétur Heiðar Kristjánsson þjálfari, Anna Guðný Sveinsdóttir, Harpa Jóhannsdóttir, Lilja Gull Ólafsdóttir, Emelía Ósk Krüger, Bríet Jóhannsdóttir, Rut Marín Róbertsdóttir, Amalía Árnadóttir, Una Móeiður Hlynsdóttir, Iðunn Rán Gunnarsdóttir fyrirliði og Birkir Hermann Björgvinsson þjálfari.

Fremri röð frá vinstri: Steingerður Snorradóttir, Arna Rut Orradóttir, Júlía Margrét Sveinsdóttir, Emilía Björk Óladóttir, Angela Mary Helgadóttir, Kolfinna Eik Elínardóttir, Hildur Anna Birgisdóttir, Emelía Blöndal Ásgeirsdóttir og Krista Dís Kristinsdóttir.