Þrír leikir hjá 3. flokki í Kópavoginum

Eitt af liðunum okkar á Spáni á dögunumn. Mynd: Barcelona Girls Cup.
Eitt af liðunum okkar á Spáni á dögunumn. Mynd: Barcelona Girls Cup.

Stelpurnar í 3. flokki eru nýkomnar heim úr frækinni för á Barcelona Girls Cup og nú tekur Íslandsmótið við. Öll þrjú liðin eiga leik í dag.

Tvö af liðunum mæta Breiðabliki/Augnabliki í Fagralundi og eitt lið mætir HK við Kórinn.

Fyrst er það liðið í A-riðli Íslandsmótsins sem mætir Breiðabliki/Augnabliki síðan liðið okkar Íslandsmóti B-liða strax á eftir, en A-lið nr. 2, sem keppir í B-riðli, mætir síðan HK kl. 18:30.

Þór/KA2 mætir síðan Fylki í B-riðlinum á morgun.