Þrjár frá Þór/KA í byrjunarliði í jafntefli gegn Spánverjum

Þrjár frá Þór/KA voru í byrjunarliði U15 landsliðs Íslands sem mætti Spánverjum í dag í UEFA Development móti sem fram fer í Portúgal.

Bríet Kolbrún Hinriksdóttir stóð í markinu allan tímann og þær Aníta Ingvarsdóttir og Ragnheiður Sara Steindórsdóttir voru einnig í byrjunarliðinu.

Leiknum lauk með 3-3 jafntefli. Ísland komst yfir eftir tæplega hálftíma leik, en Spánverjar jöfnuðu stuttu síðar. Staðan 1-1 í leikhléi. Spánverjar náðu forystunni snemma í síðari hálfleik, en Ísland jafnaði nokkrum mínútum síðar. Spánverjar náðu aftur forystunni þegar um tíu mínútur voru til leiksloka, en íslenska liðið jafnaði skömmu síðar. Lokatölur urðu því 3-3.

Liðið leikur annan leik sinn á mánudag og mætir þá gestgjöfum Portúgala.

Umfjöllun um leikinn á vef KSÍ: 3-3 jafntefli gegn Spáni hjá U15 kvenna - Knattspyrnusamband Íslands (ksi.is)

Mótið á vef KSÍ: U15 lið kvenna - Knattspyrnusamband Íslands (ksi.is)

Hér má sjá upptöku af leiknum á YouTube-rás KSÍ: