Þrjár frá Þór/KA í U17 landsliðinu

 

Iðunn Rán Gunnarsdóttir, Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir og Steingerður Snorradóttir eru í lokahóp U17 fyrir undankeppni EM.

Nýr landsliðsþjálfari U17 landsliðs kvenna, Magnús Helgason, hefur valið landsliðshópinn fyrir þátttöku Íslands í undankeppni EM 2022.

Spilað er í riðlum og fer keppni í okkar riðli fram í Serbíu 24.-30. september. Með Íslandi í riðli eru Norður-Írland, Serbía og Spánn.

Hópinn má sjá á vef KSÍ.