Þrjár frá Þór/KA valdar í A- og U23-landsliðshópa

Sandra María Jessen hefur verið valin í A-landsliðið fyrir tvo leiki liðsins í Þjóðadeildinni síðar í mánuðinum. Jakobína Hjörvarsdóttir og Karen María Sigurgeirsdóttir voru valdar í U23 landsliðið fyrir tvo æfingaleiki í Marokkó.

Sandra María missti af verkefnum landsliðsins í júlí eftir að hún handleggsbrotnaði, en er nú aftur komin inn í hópinn. Í haust hefst ný Þjóðadeild kvennalandsliða í Evrópu og er Ísland í riðli með Danmörku, Þýskalandi og Wales. Fyrstu tveir leikir Íslands eru heimaleikur á móti Wales 22. september og útileikur á móti Þýskalandi 26. september. Næstu gluggar eru svo í lok október og byrjun desember.

Þórður Þórðarson var núverið ráðinn þjálfari U23 landsliðsins og hann hefur nú valið 20 leikmenn fyrir tvo æfingaleiki gegn Marokkó sem fram fara í Rabat í Marokkó 22. og 25. september. Í þeim hópi eru bæði núverandi og fyrrverandi leikmenn Þórs/KA. Jakobína Hjörvarsdóttir og Karen María Sigurgeirsdóttir eru í U23 hópnum, sem og María Catharina Ólafsdóttir Gros, sem nú leikur með Fortuna Sittard í Hollandi.