Þrjár valdar í landsliðsverkefni meu U17 og U16

Aníta Ingvarsdóttir og Júlía Karen Magnúsdóttir hafa verið valdar í æfingahóp U16 landsliðsins og Br…
Aníta Ingvarsdóttir og Júlía Karen Magnúsdóttir hafa verið valdar í æfingahóp U16 landsliðsins og Bríet Kolbrún Hinriksdóttir í hóp U17 landsliðsins fyrir æfingamót í Portúgal.

Þrjár ungar knattspyrnukonur úr Þór/KA verða í landsliðsverkefnum á næstunni, annars vegar á æfingum með U16 og á æfingamóti með U17-landsliðinu. Bríet Kolbrún Hinriksdóttir hefur verið valin til að fara með U17 landsliðinu á æfingamót í Portúgal í lok mánaðar. Aníta Ingvarsdóttir og Júlía Karen Magnúsdóttir hafa verið valdar til æfinga með U16 landsliði Íslands. 

U17 landsliðið heldur utan til Portúgals 19. janúar og kemur heim að kvöldi 29. janúar. Þar á Þór/KA einn fulltrúa, markvörðinn Bríeti Kolbrúnu Hinriksdóttur, en hún er fædd 2009 og er því að spila með leikmönnum sem eru ári eldri. Þjálfari U17 landsliðsins er Þórður Þórðarson.

Þá verða æfingar hjá U16 landsliðshópnum í Miðgarði dagana 15. og 16. janúar og þar eigum við tvo fulltrúa eins og áður sagði, og kemur reyndar á óvart að þær séu ekki fleiri þar sem um úrtaksæfingar er að ræða. Það eru þær Aníta Ingvarsdóttir og Júlía Karen Magnúsdóttir, báðar fæddar 2009. Þjálfari U16 landsliðsins er Þórður Þórðarson.