Tíu ár frá fyrsta Evrópuleiknum

Byrjunarlið Þórs/KA gegn Turbine Potsdam 28. september 2011. Aftari röð frá vinstri: Bojana Besic, G…
Byrjunarlið Þórs/KA gegn Turbine Potsdam 28. september 2011. Aftari röð frá vinstri: Bojana Besic, Gígja Valgerður Harðardóttir, Sandra María Jessen, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Mateja Zver og Rakel Hönnudóttir fyrirliði. Fremri röð frá vinstri: Diane Caldwell, Karen Nóadóttir, Helena Jónsdóttir, Manya Makoski og Marisha Schumacher-Hodge. Mynd: Páll Jóhannesson.

 

Miðvikudaginn 28. september 2011 fengum við eitt besta lið Evrópu til Akureyrar í 32ja liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 1.FCC Turbine Potsdam hafði um langt skeið verið sterkasta lið Þýskalands.

Við fórum dagavillt á Instagram í gær þar sem gengið var út frá því að leikurinn hafi farið fram 29. september 2011, en hið rétta er að hann fór fram 28. september og því voru í gær liðin 10 ár.

Þór/KA hafði lent í 2. sæti Íslandsmótsins árið áður og á þessum tíma átti Ísland tvö sæti í Evrópukeppninni, sem síðan fækkaði í eitt um tíma, en nú eru aftur tvö lið frá Íslandi sem fá Evrópusæti.

Við kíktum í myndaalbúm og leikskýrslur frá þessum leik og seinni leik liðanna sem fram fór í Potsdam sex dögum síðar, miðvikudaginn 5. október.

Í gær gekk óveður yfir Norðurland og hefði ekki verið gaman ef leika hefði átt Evrópuleik við þær aðstæður. Veðrið var þó ekkert sérstakt heldur 28. september 2011, að vísu ekki snjókoma, en kalt og blautt.

Þór/KA átti ekki mikla möguleika gegn hinu sterka þýska liði, en þær Þýsku unnu 6-0 á Þórsvellinum og 8-2 ytra. Arna Sif Ásgrímsdóttir og Diane Caldwell skoruðu mörkin í leiknum í Þýskalandi. Diane spilaði svo seinna í Þýskalandi, á árunum 2016 til 2020 og mætti þar fyrrum samherja sínum hjá Þór/KA, Söndru Maríu Jessen í leik FC Sand og Bayer Leverkusen.

Í stað þess að birta fjölda mynda hér með fréttinni eru hér einfaldlega tenglar á myndaalbúm með myndum Páls Jóhannessonar og Rúnars Hauks Ingimarssonar frá leikjunum. Páll fór með liðinu út og myndaði því báða leikina.

Leikskýrlan - heimaleikur.

Leikskýrslan - útileikur.

Svipmyndir úr heimaleiknum. 

Auglýsing fyrir leikinn.

Auglýsing fyrir leikinn.

Myndasafn úr heimaleiknum - Páll Jóhannesson.

Myndasafn úr heimaleiknum - Rúnar Haukur Ingimarsson.

Myndasafn úr útileiknum - Páll Jóhannesson.

Byrjunarlið Þórs/KA í útlileiknum sem fram fór 5. október 2011.

Aftari röð frá vinstri: Gígja Valgerður Harðardóttir, Arna Benný Harðardóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Bojana Besic og Diane Caldwell.

Fremri röð frá vinstri: Rakel Hönnudóttir fyrirliði, Manya Makoski, Marisha Schumacher-Hodge, Helena Jónsdóttir, Maria Perez og Mateja Zver. Mynd: Páll Jóhannesson.