Tuttugu Akureyrarstelpur í meistaraflokkshópnum

Að loknum æfingaleik gegn Tindastóli á Sauðárkróki á sumardaginn fyrsta.
Að loknum æfingaleik gegn Tindastóli á Sauðárkróki á sumardaginn fyrsta.

Þór/KA bauð stuðningsfólki í léttar veitingar og leikmannakynningu í kvöld og var ágæt mæting.

Dagskráin var hefðbundin með ávörpum frá formanni, þjálfara og fyrirliða, auk þess sem æfingahópur meistaraflokks var kynntur. Stemningin var afslöppuð og óformleg, en greinilega mikill spenningur og eftirvænting að fara að keyra sumarið í gang. Fram undan er áhugavert mót með nýju fyrirkomulagi að hluta þar sem spilaðir verða fleiri leikir en verið hefur hingað til. Eftir venjulegt mót með tvöfaldri umferð þar sem öll liðin spila 18 leiki verður deildinni tvískipt. Sex efstu liðin spila innbyrðis einfalda umferð og hins vegar fjögur neðstu liðin. 

Nokkrir áhugaverðir punktar um leikmannahópinn:

  • Af 24 í hópnum eru 20 frá Akureyrarfélögunum, ein frá Húsavík sem er að hefja sitt áttunda tímabil með liðinu og þrjár erlendar.
  • Sú elsta í hópnum er 18 árum eldri en sú yngsta.
  • Fimmtán af 24 eru undir tvítugu.
  • Níu leikmenn, mögulega fleiri, munu líklega fá sínar fyrstu mínútur og fyrstu leiki í efstu deild í sumar. 
  • Af þeim sem komu við sögu í leikjunum í fyrrasumar og/eða voru í æfingahópnum eða lánaðar annað eru 13 sem hafa farið annað, hætt eða tekið sér frí.

Hér að neðan er nafnalisti ásamt númerum leikmanna. Við bíðum með myndir af leikmönnum því myndataka fer ekki fram fyrr en við tökum nýju Macron-keppnisbúningana í notkun.

Leikmannalistinn - númer, nöfn, stöður, fæðingarár

1. Harpa Jóhannsdóttir - markvörður (1998)
2. Angela Mary Helgadóttir - vörn (2006)
3. Dominique Randle - vörn (1994)
5. Steingerður Snorradóttir - vörn (2005)
6. Tahnai Lauren Annis - miðja (1989)
7. Amalía Árnadóttir - miðja (2006)
8. Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir - miðja (2005)
9. Karen María Sigurgeirsdóttir - sókn (2001)
10. Sandra María Jessen - sókn, fyrirliði (1995)
11. Una Móeiður Hlynsdóttir - sókn (2005)
12. Melissa Anne Lowder - markvörður (1997)
13. Sonja Björg Sigurðardóttir - sókn (2006)
16. Jakobína Hjörvarsdóttir - vörn (2004)
17. Emelía Ósk Kruger - miðja (2006)
18. Bríet Jóhannsdóttir - sókn (2006)
19. Agnes Birta Stefánsdóttir - miðja (1997)
21. Krista Dís Kristinsdóttir - sókn (2006)
22. Hulda Ósk Jónsdóttir - sókn (1997)
23. Iðunn Rán Gunnarsdóttir - vörn (2005)
24. Hulda Björg Hannesdóttir - vörn (2000)
25. Kolfinna Eik Elínardóttir - vörn (2007)
26. Ísfold Marý Sigtryggsdóttir - miðja (2004)
29. Karlotta Björk Andradóttir - miðja (2007)
1. Ísabella Júlía Óskarsdóttir - markvörður (2004).

Aldursdreifingin:
1989: 1
1990:
1991:
1992:
1993:
1994: 1
1995: 1
1996:
1997: 3
1998: 1
1999:
2000: 1
2001: 1
2002:
2003:
2004: 3
2005: 4
2006: 6
2007: 2

Miklar breytingar, en maður í manns stað

Nýir leikmenn eru Dominique Randle, Tahnai Annis, Karen María Sigurgeirsdóttir og Melissa Anne Lowder. Auk þeirra eru sjö leikmenn í hópnum sem sumar voru í æfingahópi meistaraflokks í fyrra án þess að koma við sögu í leikjum í Bestu deildinni, en eru líklegar til að spila sínar fyrstu mínútur í efstu deild í sumar. Þetta eru þær Amalía, Una Móeiður, Sonja Björg, Emelía Ósk, Bríet, Kolfinna Eik og Karlotta Björk. Sumar þeirra voru viðloðandi meistaraflokkshópinn í fyrra, þrjár voru á láni hjá Völsungi að hluta eða allt sumarið, en hinar voru lykilmenn í sigursælu liði 3. flokks. Ísabella Júlía er ný í meistaraflokkshópnum, en hún hefur staðið í marki Völsungs í Lengjubikarnum í vor og vann C-deildina með félaginu á dögunum.

Af erlendu leikmönnunum eru tvær að fara að spila sína fyrstu leiki fyrir Þór/KA í efstu deild í sumar, en sú þriðja, Tahnai Annis, var hér 2012-2014 og varð Íslandsmeistari með liðinu á sínu fyrsta ári hér. Karen María er á lánssamningi frá Breiðabliki, en eins og okkar fólk veit hóf hún meistaraflokksferilinn með Þór/KA, en skipti í Breiðablik haustið 2021.

Af þeim leikmönnum sem æfðu með Þór/KA á síðasta tímabili eru 13 farnar annað, hættar eða í fríi: Andrea Mist Pálsdóttir (Stjarnan), Arna Eiríksdóttir (úr láni frá Val), Arna Kristinsdóttir (hætt, var í láni hjá Tindastóli), Hulda Karen Ingvarsdóttir (hætt), Margrét Árnadóttir (Parma), María Catharina Ólafsdóttir Gros (Fortuna Sittard), Rakel Sjöfn Stefánsdóttir (Tindastóll), Saga Líf Sigurðardsóttir (hætt/í fríi), Sara Mjöll Jóhannsdóttir (HK), Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir (í fríi), Tiffany McCarthy (USA), Unnur Stefánsdóttir (hætt), Vigdís Edda Friðriksdóttir (FH).