Tvær frá Þór/KA í umspilsleikinn með U20

Margrét Magnúsdóttir, þjálfari U19 landsliðs Íslands, hefur valið 18 leikmenn í hópinn sem mætir Austurríki í umspilsleik um sæti á HM U20 sem fram fer í Kolumbíu í ágúst/september á næsta ári.

Í hópnum eru tvær frá Þór/KA, þær Ísfold Marý Sigtryggsdóttir og Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir. Liðið kemur saman til æfinga á laugardag, sunnudag og þriðjudag og aftur á fimmtudag og föstudag í næstu viku, en heldur utan laugardaginn 2. desember. Leikurinn fer fram í Salou, nærri Barcelona á Spáni, mánudaginn 4. desember.

Sjá nánar í frétt á vef KSÍ.