Tvær úr Þór/KA valdar í U17

Angela Mary Helgadóttir og Krista Dís Kristinsdóttir.
Angela Mary Helgadóttir og Krista Dís Kristinsdóttir.

Angela Mary Helgadóttir og Krista Dís Kristinsdóttir hafa verið valdar í U17 landsliðshóp fyrir undankeppni EM 2023.

U17 landslið kvenna tekur þátt í fyrstu umferð undankeppni EM 2023 í byrjun október. Magnús Helgason þjálfari hefur valið 20 leikmenn fyrir þetta verkefni, þar á meðal tvær úr okkar hópi, þær Angelu Mary og Kristu Dís.

Riðill Íslands verður leikinn á Ítalíu dagana 4.-10. október. Ísland mætir Ítalíu þriðjudaginn 4. október, Sviss föstudaginn 7. október og Frakklandi mánudaginn 10. október.

Hópurinn á vef KSÍ.

Riðillinn og leikjadagskrá á vef KSÍ.


Krista Dís Kristinsdóttir í leik með Þór/KA gegn Haukum í Mjólkurbikarnum í maí. Mynd: Þórir Tryggva.


Angela Mary Helgadóttir í leik með Þór/KA gegn Haukum í Mjólkurbikarnum í vor. Mynd: Þórir Tryggva.