Tveir landsleikir fram undan

Sandra María Jessen er þessa dagana á ferð og flugi með landsliðinu, sem býr sig undir tvo umspilsleiki gegn Serbíu í Þjóðadeild UEFA.

Leikirnir snúast um það hvort liðið muni leika í A-deild Þjóðadeildarinnar, en það lið sem tapar samanlagt í þessum tveimur viðureignum mun spila í B-deildinni.

Fyrri leikurinn fer fram í Serbíu á föstudag og sá seinni á Kópavogsvellinum þriðjudaginn 27. febrúar. Miðasala er þegar hafin á heimaleikinn. 

Báðir leikirnir verða í beinni í Sjónvarpinu. 

Föstudagur 23. febrúar kl. 15:00
Serbía - Ísland
Stofan hefst kl. 14:30 (upphitun)

Þriðjudagur 27. febrúar kl. 14:30
Ísland - Serbía
Stofan hefst kl. 14:00 (upphitun)

Landsliðshópurinn (ksi.is)