Tveir landsleikir í dag

Sandra María Jessen á æfingu með A-landsliðinu ásamt Sædísi Rún Heiðarsdóttur, leikmanni Stjörnunnar…
Sandra María Jessen á æfingu með A-landsliðinu ásamt Sædísi Rún Heiðarsdóttur, leikmanni Stjörnunnar. Mynd: KSÍ.
- - -

Okkar konur í A-landsliðinu og U19 landsliðinu verða í sviðsljósinu í dag. Sandra María Jessen með A-landsliðinu og þær Amalía Árnadóttir, Iðunn Rán Gunnarsdóttir, Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir og Steingerður Snorradóttir með U19 landsliðinu.

A-landsliðið mætir liði Danmerkur á Laugardalsvellinum og hefst leikurinn kl. 18:30. Leikurinn verður í beinni útsendingu hjá Rúv. Útsending hefst kl. 18:20.

Ísland hefur lokið tveimur leikjum í riðlinum, vann Wales heima en tapaði fyrir Þýskalandi ytra. Sandra María var í byrjunarliðinu í báðum leikjunum. Ísland mætir Þýskalandi á Laugardalsvellinum á þriðjudag.

Riðill Íslands (ksi.is)

Ísland mætir Belarús í dag

U19 landsliðið tekur þátt í undanriðli fyrir EM 2024. Leikið er á Arena Kombëtare í Tirana, höfuðborg Albaníu. Ísland vann glæsilegan 6-2 sigur á Skotum í fyrsta leik og mætir liði Belarús í dag kl. 13. Belarús tapaði 0-2 fyrir Serbíu í fyrstu umferðinni.

Leikurinn verður í beinni útsendingu á YouTube-rás Knattspyrnusambands Albaníu, en einnig verður textalýsing á vef UEFA.

Okkar konur í Albaníu: Steingerður Snorradóttir, Amalía Árnadóttir, Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir og Iðunn Rán Gunnarsdóttir.

Byrjunarlið Íslands í leiknum gegn Skotlandi. Kimberley Dóra (14) og Iðunn Rán (2) voru í byrjunarliðinu, en Amalía og Steingerður voru varamenn og komu ekki við sögu í leiknum. Mynd: KSÍ.

Upptaka af leik Íslands og Skotlands: