U16: Öruggur sigur gegn Fylki

Aftari röð frá vinstri: Eva S. Dolina-Sokolowska, Ísey Ragnarsdóttir, Ragnheiður Sara Steindórsdótti…
Aftari röð frá vinstri: Eva S. Dolina-Sokolowska, Ísey Ragnarsdóttir, Ragnheiður Sara Steindórsdóttir, Karen Hulda Hrafnsdóttir, Stefani Gusic, Móeiður Alma Gísladóttir og Ellý Sveinbjörg Elvarsdóttir.
Fremri röð frá vinstri: Júlía Karen Magnúsdóttir, Emelía Blöndal Ásgeirsdóttir, Tinna Dís Hafdal Axelsdóttir, Sólrún Assa Arnardóttir og Aníta Ingvarsdóttir.

Þór/KA vann Fylki í lotu 2 í A-riðli Íslandsmótsins í 3. flokki í dag. Eva S. Dolina-Sokolowska skoraði þrennu fyrir Þór/KA.

Þrjú mörk á stuttum kafla í fyrri hálfleik gerðu eftirleikinn nokkuð auðveldan hjá okkar liði. Fylkir byrjaði þó seinni hálfleikinn með því að minnka muninn í 3-1, en Þór/KA svaraði með þremur mörkum áður en annað mark Fylkis kom á lokamínútunni. Þetta var fyrsti leikur liðsins í annarri lotu í A-riðli, en liðið endaði í 2. sæti A-riðilsins í lotu 1. Fylkir vann B-riðilinn í fyrstu lotunni og færðist því upp í A-riðil.

Þór/KA - Fylkir 6-2 (3-0)