U16: Tveir sigrar í Boganum í dag

Tveir leiki og tveir sigrar hjá liðunum okkar í 3. flokki sem eru komin af stað í fyrstu lotu Íslandsmótsins. Þór/KA2 vann Stjörnuna/Álftanes og Þór/KA vann Breiðablik/Augnablik/Smára. 

Þór/KA2 hefur nú unnið þrjá leiki í röð og er efst í C-riðli með níu stig úr fjórum leikjum. Næsti leikur liðsins er útileikur gegn KF/Dalvík á Dalvíkurvelli á skírdag, fimmtudaginn 28. mars.

3. flokkur, C-riðill, lota 1

Þór/KA2 - Stjarnan/Álftanes 3-2 (1-1)

  • 1-0 Rósa María Hjálmarsdóttir (25')
  • 1-1 Arna Þórey Benediktsdóttir (26')
  • 2-1 Þóra Margrét Guðmundsdóttir (50')
  • 3-1 Sóley Eva Guðjónsdóttir (70')
  • 3-1 Þorkatla Eik Þorradóttir (79')
  • Leikskýrslan (ksi.is)
  • Mótið (ksi.is)

Í A-riðlinum hefur Þór/KA unnið fyrstu þrjá leiki sína og er í efsta sæti riðilsins með níu stig. Næstu leikir liðsins eru útileikir gegn Val/KH og FH/ÍH um miðjan apríl. 

3. flokkur, A-riðill, lota 1

Þór/KA - Breiðablik/Augnablik/Smári 4-0 (2-0)

  • 1-0 Eva S. Dolina-Sokolowska (20')
  • 2-0 Júlía Karen Magnúsdóttir (39')
  • 3-0 Eva S. Dolina-Sokolowska (57')
  • 4-0 Karen Hulda Hrafnsdóttir (65')
  • Leikskýrslan (ksi.is)
  • Mótið (ksi.is)