Karfan er tóm.
Hildur Anna Birgisdóttir og Ísey Ragnarsdóttir hafa verið valdar í æfingahóp U19 landsliðs Íslands sem kemur saman til æfinga 21.-23. október.
Æfingarnar fara fram í Miðgarði í Garðabæ og eru liður í undirbúningi liðsins fyrir fyrstu umferð undankeppni EM 2026.
Hildur Anna Birgisdóttir er 18 ára og hefur verið á samningi hjá Þór/KA frá því í maí 2024. Hún á að baki 25 leiki með liðinu í Bestu deildinni og samtals 43 leiki í meistaraflokki með Þór/KA og Völsungi. Hún var einmitt á láni hjá Húsvíkingum síðari hluta sumars og spilaði átta leiki með Völsungi í 2. deildinni. Þar var hún heldur betur á skotskónum, skoraði fimm mörk í þessum átta leikjum. Liðsfélagi hennar í Völsungi, Halla Bríet Kristjánsdóttir, er einnig í æfingahópi U19, en Hildur Anna og Halla Bríet hafa báðar spilað leiki með U20 liði Þórs/KA í sumar, auk meistaraflokksleikjanna.
Ísey Ragnarsdóttir er á 17. ári og hefur verið á samningi hjá Þór/KA síðan um mitt sumar. Hún hefur komið við sögu í tíu leikjum í meistaraflokki, þar af sjö í Bestu deildinni. Ísey hefur jafnframt verið ein af lykilleikmönnum U20 liðs félagsins, sem teflt er fram undir heitinu Þór/KA/KF/Dalvík/Völsungur. Ísey hefur komið við sögu í níu leikjum með meistaraflokki á árinu, í Bestu deildinni og Lengjubikar, auk þess að spila 14 leiki með U20 liði félagsins í A-deild og bikarkeppni, þar sem hún skoraði samtals átta mörk
Halldór Jón Sigurðsson, nú síðast þjálfari Tindastóls og áður þjálfari Þórs/KA um þriggja ára skeið, hefur verið ráðinn aðalþjálfari U19 landsliðsins. Hann valdi sinn fyrsta hóp til æfinga í Miðgarði í Garðabæ síðar í mánuðinum, alls 35 leikmenn. Í hópnum er reyndar ein til viðbótar frá Akureyri, Karlotta Björk Andradóttir, sem er á samningi hjá Stjörnunni en var lánuð til HK í sumar.
Liðið undirbýr sig fyrir þátttöku í fyrstu umferð undankeppni EM 2026 þar sem Ísland er í riðli með Danmörku, Kósóvó og Portúgal, en leikirnir í riðlinum fara fram á tímabilinu frá 26. nóvember til 2. desember. Í
Fjórar úr okkar röðum voru á dögunum valdar í æfingahóp U16 ára landsliðsins sem æfir í dag og næstu daga. Það eru þær Ásta Ninna Reynisdóttir, Hafdís Nína Elmarsdóttir, Halldóra Ósk Gunnlaugsdóttir Briem og Sigyn Elmarsdóttir.