U19: Ísland - Wales í dag

Lokaleikurinn hjá U19 landsliðinu, með Ísfold Marý og Jakobínu innanborðs, verður gegn Wales í dag kl. 14.

A-landsliðið og U19-landsliðið eiga bæði leik í dag og mögulegt að fylgjast með streymi frá þeim báðum. 

U19: Ísland - Wales - streymi
A-landslið: Filippseyjar - Ísland - streymi

Ísland hefur unnið báða leiki sína til þessa í mótinu, 4-2 gegn Póllandi og 3-2 gegn Portúgal þar sem liðið var 1-2 undir á 88. mínútu en skoraði tvö mörk á lokamínútunum. Ísfold Marý og Jakobína voru báðar varamenn í fyrsta leiknum og komu inn á í seinni hálflleiknum. Jakobína spilaði allan leikinn gegn Portúgal, en Ísfold missti af honum vegna veikinda.

Ísland er efst í mótinu með sex stig, Pólland og Portúgal eru bæði með þrjú stig eftir sigra gegn Wales, sem er stigalaust í neðsta sætinu. Leikurinn í dag hefst kl. 14. 

Mótið á vef KSÍ. 

Við eigum einnig okkar fulltrúa á Pinatar Cup sem fram fer á Spáni þessa dagana. Tahnai Annis er fyrirliði landsliðs Filippseyja, sem mætir Íslandi í lokaleik mótsins í kvöld kl. 19:30. Liðið hefur tapað báðum leikjunum hingað til, gegn Skotlandi og Wales með eins marks mun.


Tahnai Annis í landsliðstreyju Filippseyja. Myndin er af Facebook-síðu liðsins.


Hér eru ummæli Tahnai eftir 1-2 tap gegn Skotlandi í mótinu.