U19: Öruggur sigur á Færeyingum

Okkar stelpur á sínum stað í byrjunarliðinu.
Okkar stelpur á sínum stað í byrjunarliðinu.

Ísfold Marý Sigtryggsdóttir og Jakobína Hjörvarsdóttir spiluðu báðar rúmar 70 mínútur í öðrum sigri U19 landsliðsins í dag.

Eins og í fyrsta leiknum var sigur íslenska liðsins öruggur, tvö mörk í fyrri hálfleik og tvö í þeim seinni, lokatölur 4-0. Ísfold og Jakobína komu af velli á 71. mínútu, en þær spiluðu allan leikinn í sigrinum gegn Liechtenstein á þriðjudaginn.

Lokaleikur liðsins verður á mánudag, gegn gestgjöfunum í Litháen. 

Leikskýrslan á vef KSÍ.

Staðan, leikir og úrslit á vef KSÍ.

Hér má sjá upptöku frá leiknum, en honum var streymt beint á vef knattspyrnusambands Litháen. Neðar er svo upptaka frá fyrsta leiknum, 8-0 sigri gegn Liechtenstein.

Ísland - Færeyjar 4-0

Ísland - Liechtenstein 8-