U20: Sigur á síðustu stundu fyrir austan

Aftari röð frá vinstri: Rakel Hólmgeirsdóttir, Elsa Dís Snæbjarnardóttir, Elísabet A. Stefánsdóttir,…
Aftari röð frá vinstri: Rakel Hólmgeirsdóttir, Elsa Dís Snæbjarnardóttir, Elísabet A. Stefánsdóttir, Heiðrún Erla Stefánsdóttir, Nína rut Arnardóttir, Hanna Klara Birgisdóttir, Elísabet Nótt Guðmundsdóttir, Móeiður Alma Gísladóttir, Tinna Sverrisdóttir. Fremri röð frá vinstri: Júlía Karen Magnúsdóttir, Klara Parraguez Solar, Rebekka Sunna Brynjarsdóttir, Sigríður H. Stefánsdóttir, Sólrún Assa Arnardóttir, Rut Marín Róbertsdóttir og Eva S. Dolina-Sokolowska.
- - -

Mark á lokamínútu venjulegs leiktíma tryggði okkar liði í B-deild 2. flokks U20 sigur á FHL í fyrsta leik liðsins í Íslandsmótinu.

Þór/KA teflir fram tveimur liðum í 2. flokki U20, í samvinnu við fjögur önnur félög á Norðurlandi, Völsung, Tindastól, Hvöt og Kormák. Lið 2 leikur í B-deildinni og spilaði sinn fyrsta leik í mótinu á móti FHL í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði á föstudag. Jafnt var eftir fyrri hálfleikinn og alveg fram á lokamínútu venjulegs leiktíma þegar Júlía Karen Magnúsdóttir skoraði og tryggði okkar liði öll stigin.

FHL - Þór/KA/Völsungur/THK 1-2 (1-1)