UEFA U19: Ísland-Færeyjar í dag

 

Íslenska landsliðið skipað leikmönnum 19 ára og yngri spilar annan leik sinn í undanriðli fyrir EM 2023 í dag. 

Keppiniautur dagsins er lið Færeyja, en þær færeysku sigruðu gestgjafana í Litháen í fyrstu umferðinni, 3-1.

Leikjadagskráin, úrslit leikja og staðan í riðlinum á vef KSÍ.

Fyrsta leik okkar liðs lauk með öruggum sigri á liði Liechtenstein. Þeim leik var streymt á YouTube-rás litháenska knattspyrnusambandsins og gerum við bara ráð fyrir að leikur dagsins gegn Færeyjum verði þar í beinni á sömu rás - sjá hér.

Okkar stelpur, þær Ísfold Marý Sigtryggsdóttir og Jakobína Hjörvarsdóttir, spiluðu báðar allan leikinn gegn Liechtenstein. Þær tóku svo að sér að sjá um Instagram-aðganginn okkar í gær og gerðu það auðvitað af stakri prýði. Vonandi mun frægðin á Instagram þó ekki skemma einbeitinguna fyrir viðureign dagsins.