Vetrarmótin á næstu (gervi)grösum

Kjarnafæðismótið er haldið af KDN í samstarfi við Kjarnafæði.
Kjarnafæðismótið er haldið af KDN í samstarfi við Kjarnafæði.

 

Nú fer að líða að því að stelpurnar okkar komi sér aftur í keppnisgírinn. Kjarnafæðismótið er á næstu grösum – eða gervigrösum, öllu heldur.

Þór/KA sendir tvö lið til keppni að þessu sinni, en önnur þátttökufélög eru FHL, Tindastóll og Völsungur. Bæði liðin okkar spila einn leik fyrir jól. Þór/KA2 mætir liði FHL í Boganum sunnudaginn 11. desember kl. 15 og Þór/KA mætir Tindastóli, einnig í Boganum, föstudaginn 16. desember kl. 20.

Ætlunin er að streyma leikjum okkar liða á Þór TV, nema leiknum gegn Tindastóli 16. desember. Hver leikur kostar 1.000 krónur, en einnig verður í boði að kaupa pakka með samtals sex leikjum, þ.e. öllum leikjum hjá Þór/KA og Þór/KA2 nema þessum eina leik 16. desember. Hér má sjá leikina hjá okkar liðum - birt með fyrirvara um breytingar.

  Dagur Tími   Leikur
  Sunnudagur 11. desember 15:00   FHL - Þór/KA2
  Föstudagur 16. desember 20:00   Þór/KA - Tindastóll
  Sunnudagur 8. janúar 15:00   Þór/KA2 - Þór/KA
  Sunnudagur 15. janúar 15:00   Tindastóll - Þór/KA2
  Laugardagur 21. janúar 19:00   Þór/KA2 - Völsungur
  Sunnudagur 22. janúar 15:00   Þór/KA - FHL
  Sunnudagur 29. janúar 15:00   Völsungur - Þór/KA

 

Kjarnafæðimótið á vef KSÍ.
Yfirlit leikja sem verður streymt á Þór TV.

Drög að Lengjubikar

Kjarnafæðimótið verður klárað í janúar, en tæpum tveimur vikum síðar er ráðgert að keppni hefjist í Lengjubikarnum. Drög að leikjadagskrá í Lengjubikarnum hafa verið birt á vef KSÍ. Þór/KA spilar í riðli 1 í A-deild, ásamt FH, KR, Selfossi, Val og Þrótti. Samkvæmt drögum að leikjadagskrá fara leikirnir fram á bilinu 11. febrúar til og með 19. mars. Fyrsti leikurinn hjá Þór/KA er áætlaður laugardaginn 11. febrúar gegn FH í Boganum.

Lengjubikarinn, A-deild, riðill 1, á vef KSÍ.