Tölfræði og úrslit

Hér eiga eftir að koma inn tölfræðiupplýsingar, úrslit leikja og fleira.

Hugmyndin er að byrja á yfirstandandi keppnistímabili, en bæta síðan inn eldra efni smátt og smátt þannig að lesendur geti farið niður eftir síðunni og skoðað alls konar upplýsingar úr sögu félagsins - og á endanum fundið hér úrslit, stöður og árangur á hverju einasta tímabili sem Þór/KA hefur tekið þátt í mótum á vegum KSÍ, eða frá 1999 fram til dagsins í dag. 

Hamrarnir - 2. deild 2021

Hamrarnir spiluðu 12 leiki í 2. deild og einn í bikarkeppninni. Þrettán lið tóku þátt í 2. deild og var spiluð einföld umferð, ásamt því að fjögur efstu liðin léku til úrslita um tvö laus sæti í næstu deild. Hamrarnir unnu þrjá leiki, gerðu tvö jafntefli og töpuðu sjö leikjum. Markatalan var 24-32. Liðið endaði í 10. sæti af 13.

Markahæst: Margrét Mist Sigursteinsdóttir, 8 mörk.
Flestir leikir: Margrét Mist Sigursteinsdóttir, Rebekka Lind Aðalsteinsdóttir og Una Móeiður Hlynsdóttir, 12 leikir.
Alls tóku 27 leikmenn þátt í leikjum Hamranna. Þar af voru 16 að spila sína fyrstu meistaraflokksleiki og átta sem skoruðu sín fyrstu mörk í meistaraflokki.

Leikmannalisti og upplýsingar

Stöðutaflan og leikjalisti á ksi.is.