Þór/KA sendir tvö lið til þátttöku í Kjarnafæðimótinu þetta árið, eins og oftast áður. Lið 1 hóf leik á föstudag þegar stelpurnar mættu liði Dalvíkur í Boganum. Lokatölur urðu 8-1.
Dagurinn í dag, 5. desember, er helgaður sjálfboðaliðanum. Í öllu íþróttastarfi eru sjálfboðaliðar ómissandi og ómetanlegir. Framlag þeirra heldur uppi íþróttastarfinu í landinu, jafnt hjá Þór/KA sem og hjá öðrum félögum og í hinum ýmsu íþróttagreinum.
Emma Júlía Cariglia hefur undanfarna daga verið með U15 landsliði Íslands á UEFA Development Tournament í Englandi. Liðið vann einn leik og tapaði tveimur, endaði í 3. sæti. Emma var í byrjunarliðinu í tveimur af þessum þremur leikjum.
Vissir þú að með því að styrkja Þór/KA getur þú fengið skattaafslátt? Skoðaðu dæmið. Lágmarksupphæð styrks til að fá lækkun á tekjuskattsstofni er 10.000 krónur, en hámark 350.000 krónur - eða 700.000 krónur hjá hjónum.