Bríet Fjóla Bjarnadóttir hefur verið valin í landsliðshóp U17 sem fer til Slóveníu í nóvember til þátttöku í fyrstu umferð undankeppni EM 2025. Vikuna fyrir verkefnið með U17 landsliðinu verður hún við æfingar hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu IFK Norrköping.
Stjórn Þórs/KA hefur komist að samkomulagi við Húsvíkinginn Aðalstein Jóhann Friðriksson um að taka við starfi aðalþjálfara meistaraflokks félagsins og feta þannig í fótspor annars Húsvíkings og nafna, Jóhanns Kristins Gunnarssonar, sem hefur látið af störfum eins og fram hefur komið í fréttum.
Núna í haust hafa stelpur úr okkar hópi verið valdar í æfingahópa yngri landsliðanna. Sumar hafa nú þegar æft með sínum hópi, en aðrar á leið á næstu dögum og vikum.
Jóhann Kristinn Gunnarsson, sem verið hefur þjálfari meistaraflokks Þórs/KA undanfarin þrjú ár og samtals í átta ár, tilkynnti stjórn Þórs/KA á fundi í hádeginu að hann vildi stíga til hliðar og mun því ekki endurnýja samning sinn við félagið.
Sandra María Jessen og María Catharina Ólafsdóttir Gros eru báðar í landsliðshópi Íslands fyrir umspilsleiki í Þjóðadeild UEFA gegn Norður-Írlandi sem fram fara síðar í mánuðinum.