Það leit heldur undarlega út á leikjalistum á ksi.is í gær þegar Þór/KA átti leik í Keflavík kl. 13 og Boganum kl. 17:15, en átti sér eðlilegar skýringar.
Andrea Mist Pálsdóttir og Margrét Árnadóttir skoruðu tvö mörk hvor og Tiffany McCarty eitt í 5-0 sigri gegn Keflavík í lokaleik Þórs/KA í Faxaflóamótinu.
Miðjumaðurinn Vigdís Edda Friðriksdóttir (1999) er á leið í Þór/KA, en hún hefur undanfarin tvö tímabil verið hjá Breiðabliki. Vigdís Edda skrifar undir tveggja ára samning við Þór/KA.
Leikmenn í Þór/KA eru milliliðir við sölu á pappír frá Papco - í fjáröflunarskyni fyrir félagið. Stelpurnar taka við pöntunum og greiðslum og koma pappírnum heim til þín.
Enn bætist í hóp þeirra leikmanna úr okkar röðum sem boðaðar eru á landsliðsæfingar. Fimm leikmenn eru á leið til æfinga með U15 landsliðinu 26.-28. Janúar.