Fjórir sigrar og eitt tap hjá 3. flokki

Frá því á fimmtudag og fram til dagsins í dag fóru fram fimm leikir hjá liðunum okkar í 3. flokki. Þór/KA spilaði tvo leiki í A-riðli og vann báða. Þór/KA2 spilaði einn leik í B-riðli og vann hann. Þriðja liðið, sem spilar keppni B-liða, spilaði tvo leiki, vann annan og tapaði hinum.

Leikið gegn Haukum í Mjólkurbikarnum

Það verður bongó, borgari og bolti hjá okkur laugardaginn 28. maí. Þór/KA mætir Haukum í 16 liða úrslitum Mjólkurbikarins. Við hitum upp í Hamri frá kl. 13.

Leikjatörn hjá 3. flokki

Fimm leikir verða hjá liðunum okkar í 3. flokki á fimmtudag, föstudag og sunnudag. Leikirnir fara allir fram í Boganum.

Tómhentar úr Heimaey

Þrátt fyrir að hafa náð þriggja marka forystu og skorað fjögur mörk máttu stelpurnar í Þór/KA sætta sig við að halda heim úr Vestmannaeyjum án stiga.

Slæm útreið í Laugardalnum

Þór/KA fékk slæma útreið á í Laugardalnum í gær þegar liðið mætti Þrótti í fimmtu umferð Bestu deildarinnar. Þróttarar gerðu út um leikinn á fyrsta hálftímanum. Lokatölur 4-1.

Vafasöm ákvörðun réði úrslitum

Selfyssingar fóru heim í dag með öll þrjú stigin úr jafnri viðureign við Þór/KA í Bestu deildinni þar sem úrslitin réðust á vafasömum vítaspyrnudómi.

Þór/KA tekur á móti Selfyssingum

Þór/KA tekur á móti liði Selfoss í 4. umferð Bestu deildarinnar kl. 14 á morgun, laugardaginn 14. maí. Vakin er athygli á breyttri tímasetningu, en upphaflega var leikurinn á dagskrá kl. 16.

Íslandsmót B-liða 3. flokks að hefjast

Þór/KA teflir fram þremur liðum á Íslandsmótinu í 3. flokki. Tvö þeirra teljast sem A-lið, það þriðja hefur leik á Íslandsmótinu í keppni B-liða í kvöld.

Arna Eiríks heillaði í Mosó

Arna Eiríksdóttir er í liði umferðarinnar hjá öllum fjölmiðlum eftir sigurinn á Aftureldingu í Mosfellsbænum, og í tölfræðiliði vikunnar.

Arna Kristins með sigurmark fyrir Tindastól

Tindastóll vann Fylki í Lengjudeildinni í kvöld. Arna Kristinsdóttir, sem er í láni frá Þór/KA, skoraði eina mark leiksins.