06.02.2024
Það var fjölmennt af Þór/KA-leikmönnum í Boganum í gær þegar lokaleikur Kjarnafæðimótsins fór fram og liðin okkar tvö mættust. Þór/KA og Þór/KA2 höfðu bæði unnið þrjá leiki áður en kom að þessum leik. Þór/KA stóð uppi sem sigurvegari eftir 4-2 sigur þar sem Hildur Anna Birgisdóttir skoraði í tvígang. Sonja Björg Sigurðardóttir átti tvær stoðsendingar.
06.02.2024
Þór/KA hefur samið við tvær knattspyrnukonur, aðra frá Bosníu-Herzegovínu og hina frá Slóveníu, sem munu leika með liðinu í Bestu deildinni á komandi sumri.
05.02.2024
Þór/KA á fjóra fulltrúa í U16 landsliðshópi sem æfir saman í Miðgarði í Garðabæ í dag og á morgun.
05.02.2024
Þór/KA-liðin mætast í lokaleik Kjarnafæðimótsins í Boganum í kvöld.
31.01.2024
Rétt í þessu var kjöri íþróttafólks Akureyrar fyrir árið 2023 lýst á verðlaunahátíð á vegum Íþróttabandalags Akureyrar og Akureyrarbæjar sem fram fór í Hofi. Sandra María Jessen, önnur tveggja íþróttakvenna Þórs, var kjörin íþróttakona Akureyrar. Baldvin Þór Magnússon úr UFA var kjörinn íþróttakarl Akureyrar.
28.01.2024
Bestudeildarliðin tvö, Þór/KA og Tindastóll, mætast í Kjarnafæðimótinu í dag. Leikurinn fer fram í Boganum og hefst kl. 15.
27.01.2024
Þór/KA2 sigraði lið Völsungs í Kjarnafæðimótinu í dag og tyllti sér á topp kvennadeildar mótsins.
27.01.2024
Leikur í Kjarnafæðimótinu í dag. Þór/KA2 mætir Völsungi í Boganum.